Fiskiðjan - Eyjafréttir.is



Íbúðir á efstu hæð Fiskiðjunnar

„Við munum byggja íbúðir á efstu hæðinni sem fara í almenna sölu í framhaldinu. Eins og skipulagið er núna þá munu þetta vera níu íbúðir sem við komum fyrir þarna. Íbúðirnar verða frá 65 fermetrum að grunnfleti og upp í 110 fermetra. Í viðbót við það kemur svo efrihæð að hluta til sem snýr inn í garðinn sem verður á þakinu,“ segir Stefán Lúðvíksson eigandi Eyjablikks sem fyrr á árinu keypti efstu hæð Fiskiðjunnar. Meira um skipulagsmál í næsta tölublaði Eyjafrétta á morgun.


Ummæli